Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Algjör skandall

Thats it...  nú er ég bara skilinn við túrinn og nenni ekki að horfa meira.  Það er ekki hægt að ætlast til að maður taki þetta alvarlega þegar aðalkeppnin virðist liggja í því hver geti svindlað mest.  Ég er áhugamanneskja um þríþraut og keppi í þeirri íþrótt til gamans, en nú getur maður ekki annað en velt vöngum yfir því hvort að þetta sama vandamál sé ekki til staðar í þríþrautar veröldinni líka.  Svekki svekk. 
mbl.is Michael Rasmussen vikið úr Tour de France
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tour-drama

Mér finnst nú yfirleitt dáltið spennandi að fylgjast með Tour de France, á mína uppáhalds hjólreiðamenn og lið og svoleiðis.  En það er ekki laust við að manni finnist pínu súrt að þurfa alltaf að hafa í huga að meirihluti þáttakanda sé að bralla með lyf.   Keppnin er ekki lengur um hver sé besti hjólreiðamaðurinn heldur hver getur best falið neysluna fyrir lyfjaeftirliti keppninnar eða eigin liðs.

Hann Rasmussen á góða mögleika á topp sæti, en svo er bara að sjá hvort að hann fer sömu leið og Floyd Landis síðasta ár - eða hvort að hann nær að halda ærunni og treyjunni. 


mbl.is Rasmussen rekinn úr hjólreiðalandsliði Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sama hamingjan!

Hvað er þetta með þessa bullandi hamingju Íslendinga í öllum skoðanakönnunum?   Nú bara spyr maður, á þetta líka við Íslendinga erlendis?  Það er vonandi, þvíð að við sem búum erlendis viljum náttúrulega ekki draga niður hamingjuna og spilla fyrir þeim sem heima sitja.

Ég held að ég fái mér bara smá hvítvín með kvöldmatnum, það hjálpar alltaf upp á lífið og tibbuna! 


mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuvæl

Aldrei grunaði mig að þegar ég útskrifaðist úr Líffræðinni hérna í den að fyrir mér ætti að liggja að selja fallhlífar fyrir kompaní í Flórída, en svona fer þetta stundum - og er víst bara búið að vera ágætt að mestu undanfarin ár.  Flestir vinnufélagarnir eru gæða fólk og nátturulega mikið um karaktera í kúnnahópnum.  Sumir skemmtilegir, aðrir dáltlir fýlupokar eins og gengur.

Síðustu dagar hafa nú verið alveg hrein hörmung.  Við fengum nýjan yfirmann (sem er nú eiginlega of mikið sagt - "yfirdrengur" er nær lagi) fyrir tæpum 3 mánuðum síðan.  Hann er glæ-ný-útskrifaður úr virtum og viðurkenndum viðskiptaháskóla og alveg hundblautur á bak við eyrun. 
Í síðustu viku sauð uppúr, og hreint bara allir í minni 8 manna deild alveg fjúkandi vondir. Bossinn gerðist orðljótur og hávær á fund sem lagðist ekki vel í mannskapinn. Skiljanlega, það er nú allt í lagi að vera ósammála en alveg óþarfi að vera með einhvern dónatón.  

Við sjáum bara hvað setur.  Það er ekki laust við að mann langi bara aftur í moldina í Gróðrarstöðinni Mörk nú eða þá í Kjarnaskógi, maður var alveg laus við svona vitleysingapólitík í þá daga - enda gúrkufræðingar upp til hópa skemmtilegt og kátt fólk sem er ekkert að ergja sig á smámunum. 

 En jæja, kominn tími til að fara í háttinn, vakna snemma og synda af krafti í fyrramálið.  Hálf-ironman trainingin er byrjuð fyrir alvöru!


Nú eru góð ráð dýr....

Walgreens apótekin hérna í Flórída hafa semsagt tekið upp á því að selja íslenskt vatn í búðum sínum.  Þegar ég sá það fyrst táraðist ég af eintómri hamingju og keypti hverja einustu flösku í hillunni, 12 talsins.   Ég fór beint í vinnuna með fenginn og úthlutaði flöskum til vel valdra vinnufélaga ásamt stuttri ræðu um gæði vatnsins, hreinleika landsins og svo framvegis.
Síðan þá hef ég keypt  íslenskt vatn af og til og alltaf verið kát með kaupin.  

Vandamálið er að nýlega ákvað ég að gera mitt besta til að gera minn lífstíl pínu "grænni" og það samræmist víst ekki grænum hugsanagangi að tappa vatni á flöskur og flytja þær svo alla leið til Flórída þar sem má finna meira en nóg af vatni - þó að það sé náttúrulega ekki jafn gott.

Ég vona bara að íslenski vatnsútflutningamenn erfi þetta ekkert við mig - og um leið og það er búið að finna upp umhverfisvænni flutningsmáta byrja ég aftur að drekka íslenskt vatn af krafti! 

 


MoggaBlogg

í dæmigerðu íslensku dugnaðarkasti ákvað ég að það væri ekki nóg að halda úti einni snilldar bloggsíðu á ensku heldur væri best að ég græjaði aðra á íslensku til að viðhalda málinu.  Eða eitthvað svoleiðis.
Nú er bara málið að lesa Moggann af krafti svo maður sé viðræðuhæfur þegar kemur að íslenskum dægurmálum og þvíumlíku.

Ég er staðsett í litlum bæ í mið-Flórída og hef verið hér í nokkur ár.  Ég uni hag mínum bara ágætlega þó að landið bláa togi alltaf í mann. Kannski flyt ég aftur heim einn dag, hver veit. 


Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband