Leita í fréttum mbl.is

Nú eru góð ráð dýr....

Walgreens apótekin hérna í Flórída hafa semsagt tekið upp á því að selja íslenskt vatn í búðum sínum.  Þegar ég sá það fyrst táraðist ég af eintómri hamingju og keypti hverja einustu flösku í hillunni, 12 talsins.   Ég fór beint í vinnuna með fenginn og úthlutaði flöskum til vel valdra vinnufélaga ásamt stuttri ræðu um gæði vatnsins, hreinleika landsins og svo framvegis.
Síðan þá hef ég keypt  íslenskt vatn af og til og alltaf verið kát með kaupin.  

Vandamálið er að nýlega ákvað ég að gera mitt besta til að gera minn lífstíl pínu "grænni" og það samræmist víst ekki grænum hugsanagangi að tappa vatni á flöskur og flytja þær svo alla leið til Flórída þar sem má finna meira en nóg af vatni - þó að það sé náttúrulega ekki jafn gott.

Ég vona bara að íslenski vatnsútflutningamenn erfi þetta ekkert við mig - og um leið og það er búið að finna upp umhverfisvænni flutningsmáta byrja ég aftur að drekka íslenskt vatn af krafti! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Velkomin í moggabloggkommúnuna Kolbrún! Er ekki vatnið í Florida ágætt? Ég svolgra kranavatn hér í Berlín og læt mig bara hafa það :) Bestu kveðjur yfir hafið,

Hlynur Hallsson, 16.7.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband