Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Allt fá Danir....

Trítlar til Danmerkur, fnuss.  Danir eiga nóg af góðu nammi, það þarf miklu frekar að senda Trítlana (og saltlakkrís og piparmola) til Ameríku.  Greyin hérna úða í sig rauðum plaststöngum og halda að það sé lakkrís og eru almennt frekar villuráfandi þegar kemur að sælgæti.

Ég myndi halda að það væru mikil tækifæri hérna vestanhafs og hér með skora á Nóa Sírus að senda gám af nammi í tilraunaskyni.  Ég skal taka að mér gæðaeftirlit og mun sjá um að úthluta namminu  Whistling

Já og það er víst best að senda þetta í svona kæli-gámi eða þannig, það er búið að vera alveg rosalega heitt hérna undanfarið og við viljum ekki að trítlarnir bráðni.....   


mbl.is Íslenska nammi-útrásin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkra-mótorhjól

Ansi sniðug hugmynd - verður gaman að sjá hvort að framhald verður á þessu.  Ég væri alveg til í að sjá svipað fyrirkomulag hérna í Flórída þar sem að yfirleitt viðrar mjög vel til aksturs mótorhjóla - hjólin geta oft komist leiðar sinnar mun harðar en bílarnir!
mbl.is Voru ekki með forgangsakstur að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endeavour skaust af stað

Sá þetta geimskot með eigin augum í dag, ekki amalegt. Var nú ekki mjög nálægt, bý sirka tveggja tveggja tíma keyrslu frá Cape Canaveral, en þar sem að varla var ský á himni var ekkert mál að sjá skutluna.  Nú vonar maður bara að allt gangi vel þarna out in space og allir komist heilir á húfi til baka.  Ég sá nætur skot hérna í den og það var alveg ótrúlegt að finna titringinn frá eldflaugunum og sjá hvernig allt upplýstist, bara eins og bjartur dagur þangað til að hún rauk af stað. 

Að sjá skutluna bætti aðeins upp fyrir vibba hitabylgjuna sem hefur hrjáð Flórídabúa undanfarna daga.  Vinur minn Kevin tók sér frí frá vinnu í dag þar sem að hann nældi sér í sæti í nágrenni við skotpallinn og verður gaman að heyra sögur á morgun!

 

 


mbl.is Endeavour af stað út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanadaferð

Komin heim frá Kanada eftir langa vinnuferð.   Þetta var mín fyrsta ferð til Kanada þó að ég hafi ekki komist langt í þetta skiptið (meikaði það ekki einu sinni til Toronto, bara rétt skreið yfir landamærin) fílaði ég land og þjóð stórvel.  Þeir eru dáltið afslappaðri en Kaninn og með húmorinn í lagi. 

Við vorum þarna fyrir landsmót Kanadamanna í fallhlífastökki og gistum í tíu daga.   Mótelið var nú dáltið spes, rekið með miklum myndarbrag af Babú, indverja nokkrum.  Herbergið okkar var innréttað 1976 og hefur víst ekki breyst mikið síðan, nema að það var búið að bæta við örbylgjuofni.  Það var þvílíkur gripur, frá fyrstu dögum örbylgjuofna - ofninn sjálfur var ábyggilega ein áttatíu kíló og veggirnir hálfur meter á þykkt.  Með lagni mátti troða þessum klassísku TV dinnerum inn á ská og svo var dinnerinn mallaður í sirka 20 mínútur og var þá rétt volgur. 

 En þetta slapp allt til, því á þriðja degi lærðum við um eðalréttinn Poutine (pútín).  Þetta eru semsagt franskar kartöflur vel steiktar, með vel útilátinni brúnni sósu ofaná og svo henda þeir cheese curds (sem er "ungur" ostur) út á, og allt látið bráðna saman.  Þetta er best fengið úr "pútín vögnum" sem svipar til pylsu vagna heima, og hver vagn hefur sína spes uppskrift.  Við átum vel af pútíninu og ekki kom ég léttari heim en ég fór af stað, ætli maður geti ekki kallað spikið mynjagrip??

 Nú er bara að reyna að ná þessu af sér aftur áður en haldið er til Colorado þar sem að má finna verulega góða súkkulaði sjoppu.....


Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband