Leita í fréttum mbl.is

Kanadaferð

Komin heim frá Kanada eftir langa vinnuferð.   Þetta var mín fyrsta ferð til Kanada þó að ég hafi ekki komist langt í þetta skiptið (meikaði það ekki einu sinni til Toronto, bara rétt skreið yfir landamærin) fílaði ég land og þjóð stórvel.  Þeir eru dáltið afslappaðri en Kaninn og með húmorinn í lagi. 

Við vorum þarna fyrir landsmót Kanadamanna í fallhlífastökki og gistum í tíu daga.   Mótelið var nú dáltið spes, rekið með miklum myndarbrag af Babú, indverja nokkrum.  Herbergið okkar var innréttað 1976 og hefur víst ekki breyst mikið síðan, nema að það var búið að bæta við örbylgjuofni.  Það var þvílíkur gripur, frá fyrstu dögum örbylgjuofna - ofninn sjálfur var ábyggilega ein áttatíu kíló og veggirnir hálfur meter á þykkt.  Með lagni mátti troða þessum klassísku TV dinnerum inn á ská og svo var dinnerinn mallaður í sirka 20 mínútur og var þá rétt volgur. 

 En þetta slapp allt til, því á þriðja degi lærðum við um eðalréttinn Poutine (pútín).  Þetta eru semsagt franskar kartöflur vel steiktar, með vel útilátinni brúnni sósu ofaná og svo henda þeir cheese curds (sem er "ungur" ostur) út á, og allt látið bráðna saman.  Þetta er best fengið úr "pútín vögnum" sem svipar til pylsu vagna heima, og hver vagn hefur sína spes uppskrift.  Við átum vel af pútíninu og ekki kom ég léttari heim en ég fór af stað, ætli maður geti ekki kallað spikið mynjagrip??

 Nú er bara að reyna að ná þessu af sér aftur áður en haldið er til Colorado þar sem að má finna verulega góða súkkulaði sjoppu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jakk, fannst þér poutine virkilega gott? Ég man þegar mamma var með franskar með kjötinu hér í gamla daga passaði ég mig alltaf vel á því að láta sósuna ekki snerta franskarnar. Og þessir Frans-Kanadamenn hreinleiga kæfa frönskurnar í sósunni!!!! Ekki það besta sem hefur komið frá Kanödunni.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2007 kl. 04:44

2 Smámynd: Kolbrún Kolbeinsdóttir

Jáh veistu þetta minnti mig einmitt á fjölskyldumáltíðirnar hérna í den!  Á meðan foreldrarnir skáru lambalærið (eða hrygginn) stóð ég í miklum framkvæmdum í að byggja stíflu úr frönskunum til að halda sósunni akkúrat þar sem ég vildi hafa hana. Mér datt bara aldrei í hug að bæta osti útá!

Mín poutine-reynsla átti sér reyndar stað í Ontario, svo kannski eru þeir aðeins sparsamari á sósuna, mér fannst þetta allavegana alveg geggjað

Kolbrún Kolbeinsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband