9.8.2007 | 01:55
Kanadaferđ
Komin heim frá Kanada eftir langa vinnuferđ. Ţetta var mín fyrsta ferđ til Kanada ţó ađ ég hafi ekki komist langt í ţetta skiptiđ (meikađi ţađ ekki einu sinni til Toronto, bara rétt skreiđ yfir landamćrin) fílađi ég land og ţjóđ stórvel. Ţeir eru dáltiđ afslappađri en Kaninn og međ húmorinn í lagi.
Viđ vorum ţarna fyrir landsmót Kanadamanna í fallhlífastökki og gistum í tíu daga. Móteliđ var nú dáltiđ spes, rekiđ međ miklum myndarbrag af Babú, indverja nokkrum. Herbergiđ okkar var innréttađ 1976 og hefur víst ekki breyst mikiđ síđan, nema ađ ţađ var búiđ ađ bćta viđ örbylgjuofni. Ţađ var ţvílíkur gripur, frá fyrstu dögum örbylgjuofna - ofninn sjálfur var ábyggilega ein áttatíu kíló og veggirnir hálfur meter á ţykkt. Međ lagni mátti trođa ţessum klassísku TV dinnerum inn á ská og svo var dinnerinn mallađur í sirka 20 mínútur og var ţá rétt volgur.
En ţetta slapp allt til, ţví á ţriđja degi lćrđum viđ um eđalréttinn Poutine (pútín). Ţetta eru semsagt franskar kartöflur vel steiktar, međ vel útilátinni brúnni sósu ofaná og svo henda ţeir cheese curds (sem er "ungur" ostur) út á, og allt látiđ bráđna saman. Ţetta er best fengiđ úr "pútín vögnum" sem svipar til pylsu vagna heima, og hver vagn hefur sína spes uppskrift. Viđ átum vel af pútíninu og ekki kom ég léttari heim en ég fór af stađ, ćtli mađur geti ekki kallađ spikiđ mynjagrip??
Nú er bara ađ reyna ađ ná ţessu af sér aftur áđur en haldiđ er til Colorado ţar sem ađ má finna verulega góđa súkkulađi sjoppu.....
Athugasemdir
Jakk, fannst ţér poutine virkilega gott? Ég man ţegar mamma var međ franskar međ kjötinu hér í gamla daga passađi ég mig alltaf vel á ţví ađ láta sósuna ekki snerta franskarnar. Og ţessir Frans-Kanadamenn hreinleiga kćfa frönskurnar í sósunni!!!! Ekki ţađ besta sem hefur komiđ frá Kanödunni.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2007 kl. 04:44
Jáh veistu ţetta minnti mig einmitt á fjölskyldumáltíđirnar hérna í den! Á međan foreldrarnir skáru lambalćriđ (eđa hrygginn) stóđ ég í miklum framkvćmdum í ađ byggja stíflu úr frönskunum til ađ halda sósunni akkúrat ţar sem ég vildi hafa hana. Mér datt bara aldrei í hug ađ bćta osti útá!
Mín poutine-reynsla átti sér reyndar stađ í Ontario, svo kannski eru ţeir ađeins sparsamari á sósuna, mér fannst ţetta allavegana alveg geggjađ
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.