Leita í fréttum mbl.is

Vinnuvæl

Aldrei grunaði mig að þegar ég útskrifaðist úr Líffræðinni hérna í den að fyrir mér ætti að liggja að selja fallhlífar fyrir kompaní í Flórída, en svona fer þetta stundum - og er víst bara búið að vera ágætt að mestu undanfarin ár.  Flestir vinnufélagarnir eru gæða fólk og nátturulega mikið um karaktera í kúnnahópnum.  Sumir skemmtilegir, aðrir dáltlir fýlupokar eins og gengur.

Síðustu dagar hafa nú verið alveg hrein hörmung.  Við fengum nýjan yfirmann (sem er nú eiginlega of mikið sagt - "yfirdrengur" er nær lagi) fyrir tæpum 3 mánuðum síðan.  Hann er glæ-ný-útskrifaður úr virtum og viðurkenndum viðskiptaháskóla og alveg hundblautur á bak við eyrun. 
Í síðustu viku sauð uppúr, og hreint bara allir í minni 8 manna deild alveg fjúkandi vondir. Bossinn gerðist orðljótur og hávær á fund sem lagðist ekki vel í mannskapinn. Skiljanlega, það er nú allt í lagi að vera ósammála en alveg óþarfi að vera með einhvern dónatón.  

Við sjáum bara hvað setur.  Það er ekki laust við að mann langi bara aftur í moldina í Gróðrarstöðinni Mörk nú eða þá í Kjarnaskógi, maður var alveg laus við svona vitleysingapólitík í þá daga - enda gúrkufræðingar upp til hópa skemmtilegt og kátt fólk sem er ekkert að ergja sig á smámunum. 

 En jæja, kominn tími til að fara í háttinn, vakna snemma og synda af krafti í fyrramálið.  Hálf-ironman trainingin er byrjuð fyrir alvöru!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband