27.1.2008 | 16:15
Ísbaðið ógurlega
Ísböð eru ágæt til síns brúks eftir langar æfingar. Þjálfarinn minn er gríðarleg áhugamanneskja um niðurkælingar eftir löng hlaup eða hjólreiðar og segir að ísböð séu lykilatriði í löngum og meiðslalausum ferli hennar í þríþraut. Ég hef nú bara einu sinni sest ofan í baðkar fullt af ís (eftir half ironman í nóvember síðastliðnum) og er nokkuð viss um að það hafi verið til góðs, allavegana var ég vel rólfær daginn eftir miðað við suma félaga mína sem að líka tóku þátt.
EN - að komast ofan í baðið og að sitja þar í heilar 15 mínútur var ekkert grín. Ég sat þar með húfu og trefil og í þykkri peysu og starði á klukkuna þangað til að hún hafði loksins talið tilskyldan tíma. Ég er ekki frá því að ísbaðið hafi verið versti parturinn af hálf-járnmanninum!
72 mínútur... með enga húfu... brrrrrr!!
Þakinn ís í 72 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2008 | 03:38
Ekki bara börnin...
Börn eru hrædd við trúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 02:59
Málfrelsið mæta
Fréttin sjálf svo sem ekki gríðarlega áhugaverð, en málaflokkurinn því fremur, sérstaklega eftir að hafa búið hér í Bandaríkjunum um skeið. Hér ríkir víst málfrelsi, svo lengi sem ekki er minnst á hörundslit, kyn, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð eða þvíumlíkt.
Ég er heppin að fá að vinna með góðu fólki, um helmingur vinnufélaga minna er frá Evrópu svo að það eru oft líflegar umræður á fundum. Munurinn á hvernig ameríski helmingurinn og sjá evrópski tjá sig er sláandi - sérstaklega þegar kemur að óþægilegum umræðuefnum, þá heyrist bara ekki píp frá kananum og er það verulega áberandi þegar kemur að því að taka misvinsælar ákvarðanir.
Ég held bara í vonina að við getum hjálpað bandarískum vinnufélögum okkar við að liðka málbeinið enda öllm hollt að geta sagt sína meiningu.
Tjáningarfrelsið meðal dýrmætustu mannréttinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 23:22
Illa farið með sérríið
Fannst þetta nú frekar skondin frétt, greinin á darwinawards.com titluð "The Enema Within". Þeir gefa upp fleiri smáatriði þar, meðal annars að maðurinn hafi þegið aðstoð frá konu sinni við að uppáhellingarnar (enda sjálfsagt ekki auðvelt að koma heilum 3 lítrum af sérríi inn um bakdyrnar).
Banvænt sérrí í stólpípu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 19:12
Sjensinn Bensinn
Einu sinni, hérna í den, fór ég í rafting einhversstaðar ekki langt frá Flúðum. Á miðri leið gafst okkur tækifæri til að stinga okkur til sunds í jökulkaldri ánni, ofan af kletti. Ég þáði þetta góða boð og hoppaði útí og hálf-fraus með það sama, synti eins hratt og ég gat að bátnum.
Og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur og hef hingað til staðið við það, og mun ekki skrá mig til keppni í Jólabikarsundkeppnum í bráð, ekki einu sinni hér í Flórída þó að hitastigið sé skárra en í Genf!
Kuldaleg keppni í Genf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2007 | 04:41
Allt fá Danir....
Trítlar til Danmerkur, fnuss. Danir eiga nóg af góðu nammi, það þarf miklu frekar að senda Trítlana (og saltlakkrís og piparmola) til Ameríku. Greyin hérna úða í sig rauðum plaststöngum og halda að það sé lakkrís og eru almennt frekar villuráfandi þegar kemur að sælgæti.
Ég myndi halda að það væru mikil tækifæri hérna vestanhafs og hér með skora á Nóa Sírus að senda gám af nammi í tilraunaskyni. Ég skal taka að mér gæðaeftirlit og mun sjá um að úthluta namminu .
Já og það er víst best að senda þetta í svona kæli-gámi eða þannig, það er búið að vera alveg rosalega heitt hérna undanfarið og við viljum ekki að trítlarnir bráðni.....
Íslenska nammi-útrásin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2007 | 04:24
Sjúkra-mótorhjól
Voru ekki með forgangsakstur að óþörfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 02:09
Endeavour skaust af stað
Sá þetta geimskot með eigin augum í dag, ekki amalegt. Var nú ekki mjög nálægt, bý sirka tveggja tveggja tíma keyrslu frá Cape Canaveral, en þar sem að varla var ský á himni var ekkert mál að sjá skutluna. Nú vonar maður bara að allt gangi vel þarna out in space og allir komist heilir á húfi til baka. Ég sá nætur skot hérna í den og það var alveg ótrúlegt að finna titringinn frá eldflaugunum og sjá hvernig allt upplýstist, bara eins og bjartur dagur þangað til að hún rauk af stað.
Að sjá skutluna bætti aðeins upp fyrir vibba hitabylgjuna sem hefur hrjáð Flórídabúa undanfarna daga. Vinur minn Kevin tók sér frí frá vinnu í dag þar sem að hann nældi sér í sæti í nágrenni við skotpallinn og verður gaman að heyra sögur á morgun!
Endeavour af stað út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 01:55
Kanadaferð
Komin heim frá Kanada eftir langa vinnuferð. Þetta var mín fyrsta ferð til Kanada þó að ég hafi ekki komist langt í þetta skiptið (meikaði það ekki einu sinni til Toronto, bara rétt skreið yfir landamærin) fílaði ég land og þjóð stórvel. Þeir eru dáltið afslappaðri en Kaninn og með húmorinn í lagi.
Við vorum þarna fyrir landsmót Kanadamanna í fallhlífastökki og gistum í tíu daga. Mótelið var nú dáltið spes, rekið með miklum myndarbrag af Babú, indverja nokkrum. Herbergið okkar var innréttað 1976 og hefur víst ekki breyst mikið síðan, nema að það var búið að bæta við örbylgjuofni. Það var þvílíkur gripur, frá fyrstu dögum örbylgjuofna - ofninn sjálfur var ábyggilega ein áttatíu kíló og veggirnir hálfur meter á þykkt. Með lagni mátti troða þessum klassísku TV dinnerum inn á ská og svo var dinnerinn mallaður í sirka 20 mínútur og var þá rétt volgur.
En þetta slapp allt til, því á þriðja degi lærðum við um eðalréttinn Poutine (pútín). Þetta eru semsagt franskar kartöflur vel steiktar, með vel útilátinni brúnni sósu ofaná og svo henda þeir cheese curds (sem er "ungur" ostur) út á, og allt látið bráðna saman. Þetta er best fengið úr "pútín vögnum" sem svipar til pylsu vagna heima, og hver vagn hefur sína spes uppskrift. Við átum vel af pútíninu og ekki kom ég léttari heim en ég fór af stað, ætli maður geti ekki kallað spikið mynjagrip??
Nú er bara að reyna að ná þessu af sér aftur áður en haldið er til Colorado þar sem að má finna verulega góða súkkulaði sjoppu.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 02:19
Algjör skandall
Michael Rasmussen vikið úr Tour de France | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina