Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 16:15
Ísbaðið ógurlega
Ísböð eru ágæt til síns brúks eftir langar æfingar. Þjálfarinn minn er gríðarleg áhugamanneskja um niðurkælingar eftir löng hlaup eða hjólreiðar og segir að ísböð séu lykilatriði í löngum og meiðslalausum ferli hennar í þríþraut. Ég hef nú bara einu sinni sest ofan í baðkar fullt af ís (eftir half ironman í nóvember síðastliðnum) og er nokkuð viss um að það hafi verið til góðs, allavegana var ég vel rólfær daginn eftir miðað við suma félaga mína sem að líka tóku þátt.
EN - að komast ofan í baðið og að sitja þar í heilar 15 mínútur var ekkert grín. Ég sat þar með húfu og trefil og í þykkri peysu og starði á klukkuna þangað til að hún hafði loksins talið tilskyldan tíma. Ég er ekki frá því að ísbaðið hafi verið versti parturinn af hálf-járnmanninum!
72 mínútur... með enga húfu... brrrrrr!!
Þakinn ís í 72 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2008 | 03:38
Ekki bara börnin...
Börn eru hrædd við trúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 02:59
Málfrelsið mæta
Fréttin sjálf svo sem ekki gríðarlega áhugaverð, en málaflokkurinn því fremur, sérstaklega eftir að hafa búið hér í Bandaríkjunum um skeið. Hér ríkir víst málfrelsi, svo lengi sem ekki er minnst á hörundslit, kyn, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð eða þvíumlíkt.
Ég er heppin að fá að vinna með góðu fólki, um helmingur vinnufélaga minna er frá Evrópu svo að það eru oft líflegar umræður á fundum. Munurinn á hvernig ameríski helmingurinn og sjá evrópski tjá sig er sláandi - sérstaklega þegar kemur að óþægilegum umræðuefnum, þá heyrist bara ekki píp frá kananum og er það verulega áberandi þegar kemur að því að taka misvinsælar ákvarðanir.
Ég held bara í vonina að við getum hjálpað bandarískum vinnufélögum okkar við að liðka málbeinið enda öllm hollt að geta sagt sína meiningu.
Tjáningarfrelsið meðal dýrmætustu mannréttinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 23:22
Illa farið með sérríið
Fannst þetta nú frekar skondin frétt, greinin á darwinawards.com titluð "The Enema Within". Þeir gefa upp fleiri smáatriði þar, meðal annars að maðurinn hafi þegið aðstoð frá konu sinni við að uppáhellingarnar (enda sjálfsagt ekki auðvelt að koma heilum 3 lítrum af sérríi inn um bakdyrnar).
Banvænt sérrí í stólpípu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)