Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
16.12.2007 | 19:12
Sjensinn Bensinn
Einu sinni, hérna í den, fór ég í rafting einhversstaðar ekki langt frá Flúðum. Á miðri leið gafst okkur tækifæri til að stinga okkur til sunds í jökulkaldri ánni, ofan af kletti. Ég þáði þetta góða boð og hoppaði útí og hálf-fraus með það sama, synti eins hratt og ég gat að bátnum.
Og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur og hef hingað til staðið við það, og mun ekki skrá mig til keppni í Jólabikarsundkeppnum í bráð, ekki einu sinni hér í Flórída þó að hitastigið sé skárra en í Genf!
Kuldaleg keppni í Genf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)