Leita í fréttum mbl.is

Væn og græn og HREIN

Það kom að því að gamla þvottavélargreyið gæfist upp.  Hún er búin að þjóna vel og dyggilega í ein átta ár (eftir því sem næst verður komist) sem þykir nokkuð gott fyrir amerískar þvottavélar.  Þessi gamla var "top loader" (fötin fara inn að ofanverðu) og miðað við það sem ég var vön frá Íslandi verð ég að segja að mér fannst þessi týpa vera meira "bleyti-vél" en þvottavél. 
Þegar greyið fór að hiksta aðeins á húsverkunum ákvað ég að mennta mig í þvottavélafræðum. Skemmst er að segja frá því top loaderar eru alger skaðræðisfyrirbæri - þeim er sléttsama um velferð plánetunnar.  Vatn og rafmagn er misnotað í stórum stíl og þvottinum skilað vel blautum svo að þurrkarinn fái að erfiða aðeins líka.   

Í gær fjárfesti ég í nýrri þvottavél - framhlaðningi að sjálfsögðu. Ég fór í nokkrar verslanir til að skoða, en leitinni lauk svo í "Scratch & Dent" þar sem að ég fann LG Tromm vél, létt rispaða en að öðru leiti í fínu standi.  Nokkrum hundraðköllum síðar var ég svo löglegur eigandi þessar nýju maskínu og býð nú bara spennt eftir að fá hana hingað heim og geta byrjað að þvo!

Best er samt að vita að héðan í frá verð ég aðeins minni umhverfissóði - maður verður nú að reyna að leggja sitt af mörkunum Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband