27.1.2008 | 16:15
Ísbaðið ógurlega
Ísböð eru ágæt til síns brúks eftir langar æfingar. Þjálfarinn minn er gríðarleg áhugamanneskja um niðurkælingar eftir löng hlaup eða hjólreiðar og segir að ísböð séu lykilatriði í löngum og meiðslalausum ferli hennar í þríþraut. Ég hef nú bara einu sinni sest ofan í baðkar fullt af ís (eftir half ironman í nóvember síðastliðnum) og er nokkuð viss um að það hafi verið til góðs, allavegana var ég vel rólfær daginn eftir miðað við suma félaga mína sem að líka tóku þátt.
EN - að komast ofan í baðið og að sitja þar í heilar 15 mínútur var ekkert grín. Ég sat þar með húfu og trefil og í þykkri peysu og starði á klukkuna þangað til að hún hafði loksins talið tilskyldan tíma. Ég er ekki frá því að ísbaðið hafi verið versti parturinn af hálf-járnmanninum!
72 mínútur... með enga húfu... brrrrrr!!
Þakinn ís í 72 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þykir mér nú lítið fyrir kappan lagt,,sé borið saman við Guðlaug og hrakningar hans hér um árið,,Enda mega svona kuldaskræfur bæta sig svo um munar til að komast með tærnar þar sem hann hafði hælanna,, Sagan segir að Guðlaugur hafi verið testaður í Skotlandi,,Hann hafi setið ámóta lengi í álíka köldu vatni,,þá verið farið að leiðast og beðið um eitthvað að lesa, sem og eitthvað kalt að drekka´því hann átti enn langa setu fyrir höndum...
doddi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 18:39
Rannsóknir á Guðlaugi leiddu líka í ljós að húð hans var lík spelspiki.
http://www.heimaslod.is/index.php/Guðlaugur_Friðþórsson
http://www.heimaslod.is/index.php/Kraftaverkið_Guðlaugur_Friðþórsson
Ármann (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:05
Vááá,, hvílík sjóhetja,,Hvílíkt æðruleysi,,
doddi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:51
brrrrrrr ég þarf nú bara að skríða undir hlýja sæng eftir svona lýsingar. Þetta er pottþétt ekki fyrir mig
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 1.2.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.