Leita í fréttum mbl.is

Gestagangur

Var svo afskaplega heppinn að fá tvö sett af gestum í heimsókn fyrir tveim vikum og gistu bæði settin í nokkra daga.  Fyrra settið samanstóð af æskuvinkonu minni og nöfnu og syni hennar.  Við skemmtum okkur mjög vel við að rifja upp gamlar minningar frá því í den og stóðu góðar stundir við "skítalækinn" vel uppúr.    Seinna settið var svo íslensk plja sem ég kynntist hérna í Flórída og dóttir hennar, sem ber millinafnið Kolbrún. 
Það voru því 3 Kollur í kotinu í rúma viku og þótti vinum mínum hérna úti það alveg merkilegt. 

Við gerðum dáltið af því að túrhestast og náðum að fara í skemmtigarða, út að versla og borða og svoleiðis.  Því miður varð lítið af krókódílaveiðum vegna veðurs, en það er svo sem allt í lagi - þá hafa þau ástæðu til að koma í heimsókn aftur!

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

 Við komum pottþétta aftur.  Skemmtum okkur dável, þó við næðum ekki að fanga neina krókódíla.  Hamskiptin eru langt komin og ég var ekki rekinn uppúr heita pottinum í sundinu um helgina, þó ég liti út eins og holdsveikissjúklingur.  Takk fyrir gestrisnina kæra vinkona.  Hlakka mikið til að hitta þig aftur í sumar. 

Kolla (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband