Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Gestagangur

Var svo afskaplega heppinn að fá tvö sett af gestum í heimsókn fyrir tveim vikum og gistu bæði settin í nokkra daga.  Fyrra settið samanstóð af æskuvinkonu minni og nöfnu og syni hennar.  Við skemmtum okkur mjög vel við að rifja upp gamlar minningar frá því í den og stóðu góðar stundir við "skítalækinn" vel uppúr.    Seinna settið var svo íslensk plja sem ég kynntist hérna í Flórída og dóttir hennar, sem ber millinafnið Kolbrún. 
Það voru því 3 Kollur í kotinu í rúma viku og þótti vinum mínum hérna úti það alveg merkilegt. 

Við gerðum dáltið af því að túrhestast og náðum að fara í skemmtigarða, út að versla og borða og svoleiðis.  Því miður varð lítið af krókódílaveiðum vegna veðurs, en það er svo sem allt í lagi - þá hafa þau ástæðu til að koma í heimsókn aftur!

 


Óveðursóþol

Tja....  ég held ekki að ég verði nokkurn tíman háð ljósabekkjum, þar sem að ég á í vandræðum með að sitja kyrr lengi.  En mig grunar að suma af þessum ljósabekkja-marþonurum langi bara í smá sól og yl og ég get ekki láð þeim.  Það er gott að láta sér líða vel. 

Húðkrabbi er náttúrulega ekkert grín, en geta sólbekkjadýrkendurnir ekki bara skellt á sig smá sólvörn og legið lon og don í bekknum?    


mbl.is Notkun ljósabekkja er fíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt Kort, en ekki í strætó

Fékk skemmtilegat bréf í póstinum í dag sem innihélt nýja græna kortið mitt (búsetu og atvinnuleyfi hér í USA).  Ég endurnýjaði um daginn og var búin að kvíða mikið fyrir enda Orlando skrifstofa innflytjendaeftirlitsins ekki þekkt fyrir lipurð og liðlegheit.   Mér til mikillar gleði var mér vísað til Jacksonville skrifstofunnar í staðinn og þar náði ég að sækja um endurnýjun, taka myndir og fingraför á 20 mínútum eða svo - og allt ferlið var bara ótrúlega auðvelt. 

Þetta þýðir að ég er búin að vera hér meira og minna í heil tíu ár og bara trúi því varla sjálf.  Tíminn líður hratt þegar það er stuð á manni og ég er búin að hafa nóg fyrir stafni.   Eina sem vantar eru fleiri Íslendingar í heimsókn svo að ég skora hér með á vini og vandamenn að mæta á svæðið!  Nafna mín og vinkona Kolla H er að koma eftir tvær vikur og ég hlakka alveg ótrúlega til, við höfum ekki sést árum saman og eigum eftir að skemmta okkur vel við að rifja up góðar stundir frá því hérna í den enda höfum við þekkst síðan við vorum fimm ára eða svo.

Kolla man helst eftir okkur nagandi ullarvettlinga og að leik í "skítalæknum" en ég man eftir okkur á Amtsbókasafninu eða þá að reyna að kveikja í hinu og þessu eftir að hafa komist í feitt eitt gamlárskvöld og fundið heilt karton af Bengal storm eldspýtum.  Til mikillar lukku fyrir Akureyrarkaupstað (og okkur til sárra vonbrigða) vildi ekkert brenna.  Og svo man ég náttúrulega eftir mörgum góðum stundum við skítalækinn líka....  til dæmis þegar við skiptumst á að hlaupa heim og hala niður bleikum klósettpappír á meðan hinir krakkarnir sátu ofan á rörinu og biðu eftir að sjá dýrðina koma svamlandi.   Ahh... those were the days....   en nú er búið að leggja veg ofaná herlegheitin og þar með lifir skítalækurinn einungis í minningum okkar. 

  


Fínt hjá Björk

Tileinkun Bjarkar hefur vakið athygli útfyrir landsteinana - bæði þá kínversku og íslensku, meira að segja Orlando blöðin skrifuðu stutta frétt um hvernig Björk hristi upp í tónleikagestum. 

Skrítnir tímar í Kína þessa dagana og ég verð að viðurkenna að ég get alveg gert upp við mig hvað tilfinningar ég ber til þessa lands og þjóðarinnar sem þar býr.  Án efa er margt gott fólk í Kína og saga þjóðarinnar margslungin, en það er eitthvað element sem fer ekki vel í minn maga.
Er ekki sagt að við hræðumst það sem við skiljum ekki? 


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geirfinnur???

Tja, nú er bara spurning hvort það borgi sig ekki að efla íslenskan kvikmyndaiðnað og sjá hvort það megi ekki hafa upp á týndum Íslendingum á sama hátt!


mbl.is Týndur maður finnst í kvikmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og spennan vex

Þó að ég sé nú ekki kosningahæf hérna í Ammríkunni hef ég nú mínar skoðanir á stjórnmálum og forsetaframbjóðendum.  Það er bara búið að vera nokkuð spennandi að fylgjast með dansi Hillary og Obama og held ég að margir séu nokkuð hissa á hversu vel Obama stendur sig.

Það verður nú samt að segjast að það er ekki mikð bragð af bandarískri pólitík borið saman við þá íslensku.  Þetta er svoldið eins og nammið, ekki mikið bragð af bandaríska namminu heldur, allt svona frekar "bland" eins og kaninn segir.

En við sjáum hvað setur - verður spennandi að fylgjast með! 


mbl.is Obama með naumt forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór í belti

St. Augustine er nú ekki nema sirka 45 mínútna akstur frá mér og er alveg virkilega skemmtilegur bær - sá elsti í Ameríku.  Mikið um evrópsk áhrif, gömul hús og auðvitað túristar út um allt.  Háskólinn þar er svaka flottur og segir sagan að það sé verulega reimt í heimavistum skólans. 

Mér finnst fínt hjá dömunni að spenna kassann niður, enda hefur þetta ábyggilega verið Bud Light, verðmætur farmur.  Fólki hér finnst vænt um Buddinn sinn og sýnir það í verki.   Hún hefði endilega mátt setja píslina í bílstól við hæfi líka - en verst finnst mér að það er mjög líklegt að hún hafi verið búin að fá sér í glas áður en sest var undir stýri.
Lögin hér segja nefnilega að ef að þú neitar að blása eða að fara í blóðprufu, missirðu automatískt skírteinið  - þannig að það er ekkert vit í að neita. 


mbl.is Bjór í belti en ekki barnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurteppt í Flórída

Áhrifa þessa vonskuveðurs gætir langt út fyrir landsteinana eins og merkja má á vinkonu minni sem situr hér við sundlaugina á stuttbuxum og bol, verulega veðurteppt.  Hún átti flug til Íslands í dag, en þar sem að engar flugvélar hafa komist af landi brott eru engar flugvélar hér til að flytja hana heim.  En það væsir svosem ekkert um okkur í kotinu þannig að þetta er allt í lagi.
mbl.is Versta óveðrið í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væn og græn og HREIN

Það kom að því að gamla þvottavélargreyið gæfist upp.  Hún er búin að þjóna vel og dyggilega í ein átta ár (eftir því sem næst verður komist) sem þykir nokkuð gott fyrir amerískar þvottavélar.  Þessi gamla var "top loader" (fötin fara inn að ofanverðu) og miðað við það sem ég var vön frá Íslandi verð ég að segja að mér fannst þessi týpa vera meira "bleyti-vél" en þvottavél. 
Þegar greyið fór að hiksta aðeins á húsverkunum ákvað ég að mennta mig í þvottavélafræðum. Skemmst er að segja frá því top loaderar eru alger skaðræðisfyrirbæri - þeim er sléttsama um velferð plánetunnar.  Vatn og rafmagn er misnotað í stórum stíl og þvottinum skilað vel blautum svo að þurrkarinn fái að erfiða aðeins líka.   

Í gær fjárfesti ég í nýrri þvottavél - framhlaðningi að sjálfsögðu. Ég fór í nokkrar verslanir til að skoða, en leitinni lauk svo í "Scratch & Dent" þar sem að ég fann LG Tromm vél, létt rispaða en að öðru leiti í fínu standi.  Nokkrum hundraðköllum síðar var ég svo löglegur eigandi þessar nýju maskínu og býð nú bara spennt eftir að fá hana hingað heim og geta byrjað að þvo!

Best er samt að vita að héðan í frá verð ég aðeins minni umhverfissóði - maður verður nú að reyna að leggja sitt af mörkunum Happy


Ísbaðið ógurlega

Ísböð eru ágæt til síns brúks eftir langar æfingar.  Þjálfarinn minn er gríðarleg áhugamanneskja um niðurkælingar eftir löng hlaup eða hjólreiðar og segir að ísböð séu lykilatriði í löngum og meiðslalausum ferli hennar í þríþraut.  Ég hef nú bara einu sinni sest ofan í baðkar fullt af ís (eftir half ironman í nóvember síðastliðnum) og er nokkuð viss um að það hafi verið til góðs, allavegana var ég vel rólfær daginn eftir miðað við suma félaga mína sem að líka tóku þátt. 

EN - að komast ofan í baðið og að sitja þar í heilar 15 mínútur var ekkert grín.  Ég sat þar með húfu og trefil og í þykkri peysu og starði á klukkuna þangað til að hún hafði loksins talið tilskyldan tíma.  Ég er ekki frá því að ísbaðið hafi verið versti parturinn af hálf-járnmanninum!
72 mínútur... með enga húfu...  brrrrrr!!


mbl.is Þakinn ís í 72 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kolbrún Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir
http://cocakolla.blogspot.com/
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband